mánudagur

19du aldar rómantík fyrir þá sem misstu af henni

-sagan af því þegar Jónið slapp

Kysstu mig
segir hann
með augunum.

Kyssa þig
með augunum?
spyr hún þá.

Hann hikar:

Sko, það sem ég á við er...

Snýr sér:

Strákar,
sjáiði þetta!

Hann stendur á fætur.

Stígur uppá stól.

Stingur sinni teskeiðinni upp hvora nös.

Hoppar á einum fæti.

Gerir spilagaldra.

Talar afturábak.

Og setur loks vinstri lófa í hægri handarkrika skellir niður olnboganum svo úr verður: „prump”við mikinn fögnuð viðstaddra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home