mánudagur

Bókstafstrúarhræðsla

Þegar ég síðan hætti að borða kjöt
gerði mamma bara
meira af meðlæti
en pabbi sagði
að ég yrði að passa mig
því annars gæti ég
endað í sértrúarsöfnuði
eða hlekkjaður
við kjarnorkuver
eða eitthvað
þaðan af verra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home