mánudagur

Blótað

(Niður árinnar, tvö aðskilin ólík hljóð; löng grönn grenitrén teygð upp um jörðina að norskum lillabláum himni barnslegum eins og hjalið upp úr landsmönnum)

Í gærkvöldi stóð Pan í kofanum hjá mér og hlýjaði sér við eldinn af vörum kabyssunnar –ég stökk í nið árinnar því ég var drukkinn og leiður á stöðnuðu blóðinu í æðum mér– og nú er Pan stunginn af, situr sjálfsagt í felum milli trjánna með flautuna lafandi milli lappana og bíður þess að nóttin slái takt í trén svo stríða megi mér að nýju.

Verði dans! verði söngur! verði drykkur! Hér er bokka! –verði bokka!– það er bokka, segi ég og veit ekki betur en mér sé gott þar sem ég klóra mér í hvirfilinn kroppa í hamfarir flautuleikarans; Dans, söngur, og hér er mey sem ætlar að leyfa mér að leggja sig ef ég drep mig við brjóst hennar enn eina nótt.

Á meðan vil ég bara vera niður árinnar, ég vil bara teygja mig upp um jörðina og brenna í kabyssunni, láta blása mér útum flautuna, og ég vil bara lifa að sjá morgunsárið! Lifa af að sjá morgunsárið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home