mánudagur

Bróðir minn (e)

Bróðir minn komst í kast við lögin,
braut rúður í slökkvibíl.
Pabbi kom askvaðandi inn á stöð
beint úr vinnunni
tók drenginn í faðm sér
og sagðist skyldu slá allar löggurnar í rot
ef þær létu sér nokkurntímann detta í hug
að angra fjölskylduna aftur.

Stuttu seinna stal ég klámblaði úr bókabúð
í trausti þess að pabbi stæði
við gefin loforð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home