mánudagur

Bróðir minn

Nafli, sagði ég
og lyfti upp nátttreyjunni
svo glytti í gripinn.

Hann tók bakföll
af hlátri,
lamaður
eitt stundarkorn,
en snarjafnaði
sig strax og
naflinn hvarf
aftur undir
treyjuna.

Nafli, endurtók ég .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home