Forljóð, grunntónn, þema
Sæll Mási minn
Fátt eitt skulum við hafa á hreinu, áður en lengra er haldið.
Munurinn á hagyrðingi og skáldi, felst í markmiðunum, ekki útkomunni. Rétt eins og hausaverkarinn og fiskflakarinn vinna báðir með fisk, en annar býr til hundamat meðan hinn gerir mannamat. Ekki það menn geti ekki mett sig á hundamat, en haldi þeir því til streitu er eins víst að fljótt fari að bera á slappleika og fölva á húð. Ég fer ekki í neinar grafgötur með það að ég ber ekki meiri virðingu fyrir hagyrðingum en húsamálurum (þó mér þyki reyndar nokkuð mikið til þess koma að vinna við að brjóta hausa, það er eitthvað lúmskt sjarmerandi).
Þegar ég nefni sjálfan mig skáld, er ég að gera tilkall til eilífðarinnar, og eigi það að standa undir sér, verð ég að standa undir yfirlýsingunum. Kemur þar til að auki að ég viðurkenni enga póstmóderníska skrípaleiki; ég ætla að nauðga lesendum mínum í augntóftirnar, og meina það öllum orðum. Ef ég segi: Æ, ég er nú bara eitthvað svona, en ég yrki. Þá hef ég engar væntingar til sjálfs mín, engar væntingar að standa undir. Ég skil ekki hvernig það getur verið flótti að leggja til atlögu við Ginsberg, Eliot, Whitman og Steinarr. Samkeppnin er hvergi harðari, og það þarf einstaka sál til að lýsa þeim stríði á hendur.
Ég er aukinheldur haldinn mikilmennskubrjálæði, eins og þú sjálfsagt veist. Ég held þó ekki að ég sé svo infisteraður að ég standist það ekki, til lengri tíma litið.
Hvorutveggja tel ég lífsnauðsynlegt, að skrifa af lífrænni þrá (og þá gefa út það sem bitastætt er, ég sé enga ástæðu til að gefa út leiðindi), og hitt að nostra. Nostrið er að safna í sarpinn. Eignast vitneskju um að maður vilji eitt, því það er betra en annað. Það er hætt við að menn gleymi að einbeita sér í greddunni. Þeir gleyma því líka oft, að sjálft séní hins ósjálfráða prósa, Jack Kerouac, hafði gefið út 1500 blaðsíðna einbeittan doðrant, þegar hann hellti sér í frelsið. Hann hafði, svo að segja, staðið sína pligt, gengið í gegnum tvo algera skóla: Agaðar skriftir, og lífshætti þess sem ákveður að lífið geti víst verið kúl. Farið ofaní svartholið, og komið út einhverstaðar í tóminu. Skammtafræði, eða eitthvað.
Ég ætla mér ekki að vera neinn meðaljón. Það kemur ekki til greina, hvorki í berlín né á íslandi. Það er reyndar rangt að segja að ég sé í stríði við Eliot og Ginsberg, ég á miklu heldur í stríði við Eyðilandið og Ýlfur. Í stríði við Tímann og Vatnið, og Song of the Open Road. Það er sagt að miði maður á tunglið, nái maður hærra en skjóti maður beint fram fyrir sig. Svo er líka að sagt að þeim mun hærra sem maður flýgur, þeim mun lengra sé fallið. En jæja, ég bíð þá bara uppá það. Ég skal þá bara falla og brenna upp í gufuhvolfinu, eða ef örlögin ætla mér það hlutskipti, þá skal ég springa í flugtaki. En ég ÆTLA að leggja af stað. Fjandakornið hafi það, ég er lagður af stað. Andskotinn hafi það.
Fátt eitt skulum við hafa á hreinu, áður en lengra er haldið.
Munurinn á hagyrðingi og skáldi, felst í markmiðunum, ekki útkomunni. Rétt eins og hausaverkarinn og fiskflakarinn vinna báðir með fisk, en annar býr til hundamat meðan hinn gerir mannamat. Ekki það menn geti ekki mett sig á hundamat, en haldi þeir því til streitu er eins víst að fljótt fari að bera á slappleika og fölva á húð. Ég fer ekki í neinar grafgötur með það að ég ber ekki meiri virðingu fyrir hagyrðingum en húsamálurum (þó mér þyki reyndar nokkuð mikið til þess koma að vinna við að brjóta hausa, það er eitthvað lúmskt sjarmerandi).
Þegar ég nefni sjálfan mig skáld, er ég að gera tilkall til eilífðarinnar, og eigi það að standa undir sér, verð ég að standa undir yfirlýsingunum. Kemur þar til að auki að ég viðurkenni enga póstmóderníska skrípaleiki; ég ætla að nauðga lesendum mínum í augntóftirnar, og meina það öllum orðum. Ef ég segi: Æ, ég er nú bara eitthvað svona, en ég yrki. Þá hef ég engar væntingar til sjálfs mín, engar væntingar að standa undir. Ég skil ekki hvernig það getur verið flótti að leggja til atlögu við Ginsberg, Eliot, Whitman og Steinarr. Samkeppnin er hvergi harðari, og það þarf einstaka sál til að lýsa þeim stríði á hendur.
Ég er aukinheldur haldinn mikilmennskubrjálæði, eins og þú sjálfsagt veist. Ég held þó ekki að ég sé svo infisteraður að ég standist það ekki, til lengri tíma litið.
Hvorutveggja tel ég lífsnauðsynlegt, að skrifa af lífrænni þrá (og þá gefa út það sem bitastætt er, ég sé enga ástæðu til að gefa út leiðindi), og hitt að nostra. Nostrið er að safna í sarpinn. Eignast vitneskju um að maður vilji eitt, því það er betra en annað. Það er hætt við að menn gleymi að einbeita sér í greddunni. Þeir gleyma því líka oft, að sjálft séní hins ósjálfráða prósa, Jack Kerouac, hafði gefið út 1500 blaðsíðna einbeittan doðrant, þegar hann hellti sér í frelsið. Hann hafði, svo að segja, staðið sína pligt, gengið í gegnum tvo algera skóla: Agaðar skriftir, og lífshætti þess sem ákveður að lífið geti víst verið kúl. Farið ofaní svartholið, og komið út einhverstaðar í tóminu. Skammtafræði, eða eitthvað.
Ég ætla mér ekki að vera neinn meðaljón. Það kemur ekki til greina, hvorki í berlín né á íslandi. Það er reyndar rangt að segja að ég sé í stríði við Eliot og Ginsberg, ég á miklu heldur í stríði við Eyðilandið og Ýlfur. Í stríði við Tímann og Vatnið, og Song of the Open Road. Það er sagt að miði maður á tunglið, nái maður hærra en skjóti maður beint fram fyrir sig. Svo er líka að sagt að þeim mun hærra sem maður flýgur, þeim mun lengra sé fallið. En jæja, ég bíð þá bara uppá það. Ég skal þá bara falla og brenna upp í gufuhvolfinu, eða ef örlögin ætla mér það hlutskipti, þá skal ég springa í flugtaki. En ég ÆTLA að leggja af stað. Fjandakornið hafi það, ég er lagður af stað. Andskotinn hafi það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home