mánudagur

Lausaleiksdrulla

–drullan sem fyllti mælinn

Vatnið er blautt í dag,
og það er góður dagur til að
brenna sálir
kveikja elda.

(Pervert! Pervert!)

Þó við rífum allan heiminn upp á rótunum,
og fleygjum öllu draslinu í ruslið,
bendir einhver fljótlega
á að vatnið sé aftur blautt
(hafi það nokkrusinni
hætt að vera blautt.)

(Pervert!)

Nei annars
brennum ekki sálir
kveikjum enga elda
þeir loga hvort eð er illa
í blauðu vatni.

(Pervert!) . . .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home