mánudagur

Sjálfsmorðið

Föstudag fyrir tveim vikum fór ég til Reykjavíkur. Með mér í flugvélinni var strákur, vinur hans Vals bróður, Maggi. Ég sníkti af honum eld fyrir utan flugstöðina, svo flugum við til Reykjavíkur. Ég elti hann út úr flugvélinni. Ef ég hefði haldið áfram að elta hann í svona rúman sólarhring, hefði ég kannski líka verið barinn til dauða fyrir utan spotlight. En ég er sá sem slapp. Ef ég hefði farið með Mella til Ísrael, er líklegt að ég hefði verið með honum og við verið handteknir saman. En nei, aftur er ég sá sem slapp. Ef ég hefði aldrei kynnst Amöndu, væri ég kannski kennari í Afríku. Ef ég hefði aldrei hætt með henni, væri ég kannski giftur maður í Texas með barn á leiðinni. En, nei, ég er sá, akkúrat, ég er hann hinn sem slapp.

Lífið er bara of fullt af svona hlutum til að þetta geta orkað á mann sem ljóð. Maður er alltaf í einhverjum svona kringumstæðum. Á morgun kemur Melli heim, og Maggi verður grafinn á sunnudaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home