Skáldatími
(fyrir nosotros)
Hvað með að
liggja í rúminu
í dag?
Liggja bara með
tærnar uppí loft,
og vera ekki
einu sinni skáld
í einn dag í dag.
Tek af mér
sixpensarann
og set’ann á
náttborðið,
hef ekki áhyggjur
af því að
ég skrifi!
Stórfenglegt!
Mér líður mikið
betur.
Eins og blóm að
vori
maður kominn undan
vetri skáldsins!
Maður á ný!
Kreppi mig
saman ofaní sængina
hjúfra mig og
manndæmist,
krulla uppá táslurnar
(ég er annars með svo
stórar tær að það verður að
teljast meira en lítið vafa-
samt að kalla þær táslur)
Og þegar ég velti
mér á hina hliðina
dettur mér í hug
hvort það sé
þess virði að vera
ekki skáld lengur.
Það viðurkennist að
ég hef fjárfest ansi
ótæpilega í skáldinu mínu,
keypti fyrir nokkrum árum
hatt fyrir vestan.
Hafði fyrir því að
finna eina kvistherbergið
í Reykjavík þar sem
hvorki er boðið uppá
baðaðstöðu né
internetaðgang.
Hef hent öðrum hvorum
sokki, svo ekki geti það
gerst fyrir tilviljun
að ég klæðist
tveim samlitum.
Pípan er loksins tilreykt,
og ég státa stoltur af
einhverjum fallegasta
reykingarhósta
norðan alpafjalla.
Svo lagðist maður í klæðnað skálda,
stúderaði hatta og kápur,
fann sig svo
í hæfilegri blöndu
af Sjón og Degi Sigurðarsyni,
blöndu sem minnir
merkilega mikið á
menntskæling úr
vesturbænum.
(sjálfsagt var þetta eitthvað
vanhugsað hjá mér)
Ég á mér líka fortíð
(dökka dökka fortíð,
voða sjúkar ástarsorgir og
óímunnberanlegar drykkjutarnir).
Æ, mikil ósköp! Kannski maður
fari bara frammúr skáld í dag,
helli uppá Espresso Altura.
Tendri reykelsiog líti í góða bók.
Hvað með að
liggja í rúminu
í dag?
Liggja bara með
tærnar uppí loft,
og vera ekki
einu sinni skáld
í einn dag í dag.
Tek af mér
sixpensarann
og set’ann á
náttborðið,
hef ekki áhyggjur
af því að
ég skrifi!
Stórfenglegt!
Mér líður mikið
betur.
Eins og blóm að
vori
maður kominn undan
vetri skáldsins!
Maður á ný!
Kreppi mig
saman ofaní sængina
hjúfra mig og
manndæmist,
krulla uppá táslurnar
(ég er annars með svo
stórar tær að það verður að
teljast meira en lítið vafa-
samt að kalla þær táslur)
Og þegar ég velti
mér á hina hliðina
dettur mér í hug
hvort það sé
þess virði að vera
ekki skáld lengur.
Það viðurkennist að
ég hef fjárfest ansi
ótæpilega í skáldinu mínu,
keypti fyrir nokkrum árum
hatt fyrir vestan.
Hafði fyrir því að
finna eina kvistherbergið
í Reykjavík þar sem
hvorki er boðið uppá
baðaðstöðu né
internetaðgang.
Hef hent öðrum hvorum
sokki, svo ekki geti það
gerst fyrir tilviljun
að ég klæðist
tveim samlitum.
Pípan er loksins tilreykt,
og ég státa stoltur af
einhverjum fallegasta
reykingarhósta
norðan alpafjalla.
Svo lagðist maður í klæðnað skálda,
stúderaði hatta og kápur,
fann sig svo
í hæfilegri blöndu
af Sjón og Degi Sigurðarsyni,
blöndu sem minnir
merkilega mikið á
menntskæling úr
vesturbænum.
(sjálfsagt var þetta eitthvað
vanhugsað hjá mér)
Ég á mér líka fortíð
(dökka dökka fortíð,
voða sjúkar ástarsorgir og
óímunnberanlegar drykkjutarnir).
Æ, mikil ósköp! Kannski maður
fari bara frammúr skáld í dag,
helli uppá Espresso Altura.
Tendri reykelsiog líti í góða bók.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home