mánudagur

Ástarljóð

Ég sat flötum beinum
með hönd undir kinn
í lautartúr á gólfinu
át sardínur með
fingrunum
og stúlku á hnjánum
í geirvörtum.

Sólin glutraði
sér innum gluggann
minn grönnum
værum taumum
gullnum um
freknótta hálsakotið hennar
ástmeyjar minnar;
það var brauð að brjóta
og ég saup úr kaffibolla
dýrsilfrað hvítvín og
þessa stund þarna
þessa stund þegar
rauða rauða hárið hennar
nam við gólf.

Hún kom erlendis að
langa vegu
til að borða fiskinn minn
landsins míns með
fingrunum og mér,
hvítvín og snittur;
ég hélt ég elskaði hana
(en maður gleymir svo fljótt)
og kannski elskaði hún mig líka.

Ég kyssti hana á kinnina
strauk henni um vangann
og setti typpið mitt uppí
hana og inní hana, og hún brosti
brosinu sínu blíðasta,
eins og fyrir kurteisissakir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home